Laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði
Laus eru til umsóknar störf leikskólakennara og matráðs á leikskólanum Ársölum, stöður skólaliða í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna, starf í heimaþjónustunni og í afgreiðslunni í ráðhúsi sveitarfélagsins.
Um er að ræða þrjár stöður leikskólakennara í tímabundin störf á leikskólanum Ársölum í mismunandi starfshlutfall og 50% framtíðarstarf matráðs. Varmahlíðarskóli auglýsir eftir skólaliða í 80% starf frá jan-maí 2021með möguleika á framtíðarráðningu. Grunnskólinn austan Vatna auglýsir tvær stöður skólaliða 50-100% starfshlutfall. Heimaþjónusta sveitarfélagsins leitar eftir starfsmanni í 50% starf og auglýst er eftir starfsmanni í afgreiðslu ráðhússins í 85-100% starfshlutfall.
Allar nánari upplýsingar um störfin má nálgast hér á heimasíðunni.
Sótt er um störfin í íbúagátt sveitarfélagsins, sem finna má hér og smella á "Almenn atvinnuumsókn".
Allir sem orðnir eru 18 ára geta sótt um í íbúagáttinni, ekki er nauðsynlegt að hafa lögheimili í sveitarfélaginu.
Innskráning í íbúagáttina krefst Íslykils eða rafræns skilríkis.