Fara í efni

Laus tímabundin staða sjúkraliða í Dagdvöl aldraðra

09.09.2016

Laus tímabundin staða sjúkraliða í Dagdvöl aldraðra

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir lausa stöðu sjúkraliða vegna afleysinga í Dagdvöl aldraðra. Um 77% tímabundið starf er að ræða og unnið er á dagvinnutíma. Ef ekki fæst sjúkraliði til starfa þá verður annar ráðinn. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Starfstími: 1. október 2016 til 31. maí 2017.

Fjöldi og starfshlutfall: Eitt tímabundið starf í 77% starfshlutfalli.

Lýsing á starfinu: Í starfinu felst að styðja við og styrkja einstaklinga með því að veita þjónustu sem auðveldar þeim að búa sem lengst á eigin heimili. Lögð er áhersla á sund þar sem einnig er boðin aðstoð við böðun, æfingar og ýmis konar tómstundastarf. Í dagdvöl er enginn dagur eins.

Menntunar- og hæfniskröfur: Sjúkraliðamenntun. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með öldruðum og getur sýnt lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, góðvild og stundvísi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Launakjör: Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2016

Nánari upplýsingar: Elísabet Pálmadóttir, forstöðumaður, í síma 453-5909 / 692-5909 eða með tölvupósti elisabet@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.