Fara í efni

Lausar kennslustöður í Árskóla á Sauðárkróki

21.06.2016

Árskóli á Sauðárkróki

auglýsir eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2016-17:

  • Umsjónarkennari á miðstigi í 100% starf.
  • Tónmenntakennari í 75% starf.
  • Kennari í nýbúakennslu ca. 30% starf.

Menntunar- og hæfnisskilyrði:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Stundvísi, dugnaður, metnaður, heiðarleiki og áreiðanleiki í starfi.
  • Framhaldsnám í tónlist æskilegt í starfi tónlistarkennara.

Störfin henta körlum jafnt sem konum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2016

Nánari upplýsingar um störfin veitir Óskar G. Björnsson skólastjóri, í síma 455-1101 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið oskargb@arskoli.is.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.