Fara í efni

Lausar lóðir í Skagafirði aðgengilegar á Netinu

17.02.2023

Nú eru lausar lóðir í Skagafirði aðgengilegar á Netinu, nánar tiltekið í Kortasjánni á heimasíðu sveitarfélagsins.

Hér á eftir má sjá nákvæmar leiðbeiningar hvernig hægt er að skoða lausar lóðir í Kortasjánni.

Neðst á heimasíðu sveitarfélagsins er hlekkur á Kortasjá (sjá mynd af Kortasjá).

Smellt er á hlekkinn og þá kemur upp kortmynd af Skagafirði. Þar er hægt að skrolla fram og til baka til þess að fá nærmynd af því svæði sem skoða skal.

Hægra megin á kortinu má sjá þessa mynd:

Með því að smella á viðeigandi valkosti má nálgast upplýsingar af ýmsu tagi.

Til þess að sjá lausar lóðir er smellt á + fyrir aftan „Fasteignir“ og svo hakað í reitinn fyrir framan „Lausar lóðir“:

Þá koma upp allar lausar lóðir í Skagafirði merktar með rauðu:

     

Nánari upplýsingar um viðkomandi lóðir má finna með því að smella á lóðirnar innan rauða reitsins. Þaðan er jafnframt hægt að sækja um lóð.

Tilgangur sveitarfélagsins með þessu er að gera upplýsingar aðgengilegri fyrir almenning og auka gagnsæi í upplýsingaflæði.

Þess má geta að þegar sveitarfélagið auglýsir nýjar lóðir lausar til úthlutunar eru gjarnan aðrar lóðir einnig lausar til úthlutunar sem frjálst er að sækja um.