Fara í efni

Lausar lóðir til umsóknar – framlengdur umsóknarfrestur

07.09.2022

Vegna fjölda fyrirspurna framlengir Skagafjörður umsóknarfrest á umsóknum um lausar lóðir til úthlutunar í Varmahlíð, Sauðárkróki og sumarhúsabyggð við Steinsstaði. Umsóknarfrestur er nú til og með fimmtudagsins 15. september 2022.

Á Sauðárkróki eru fjórar parhúsarlóðir til úthlutunar við Nestún. Til úthlutunar eru lóðir númer 16 (verður 16a og 16b), 18 (verður 18a og 18b), 22 (verður 22a og 22b) og 24 (verður 24a og 24b).

 

Í Varmahlíð liggur fyrir staðfest deiliskipulag við Birkimel með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum. Í fyrsta áfanga gatnagerðar við Birkimel verða auglýstar til úthlutunar einbýlishúsalóðirnar Birkimelur 25, 27 og 32, parhúsalóðirnar Birkimelur 13-15, 17-19 og 21-23 og raðhúsalóðina Birkimelur 34-40.

 

Á Steinsstöðum eru frístundalóðir nr. 4, 6, 7 og 8 auglýstar til úthlutunar.

 

Úthlutað er ofangreindum lóðum í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar og skulu umsóknir um lóðir vera í samræmi við þær. Hægt er að skoða úthlutunarreglur og fyrirkomulag umsókna með því að smella hér

Einungis er hægt að sækja um eina lóð og aðra tilgreinda lóð til vara. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. september.

Hægt er að skoða nánar um lausar lóðir hér