Laust starf - deildarstjóri Árvistar
05.06.2014
Laust starf - deildarstjóri Árvistar
Deildarstjóri Árvistar stýrir daglegu starfi í Árvist sem er heilsdagsskóli Árskóla.
Um er að ræða 70% starf seinni hluta dags.
Hæfniskröfur:
Umsækjendur þurfa að hafa kennaramenntun eða sambærilega menntun, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af stjórnun er æskileg.
Launakjör eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2014.
Umsóknarfrestur er til 19. júní 2014 og sótt er um á heimasíðu sveitarfélagsins (Störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla, í síma 822-1141.