Fara í efni

Laust starf frístundaleiðbeinanda í Húsi frítímans

10.08.2018

Frístundaleiðbeinandi – Hús frítímans

 

Upphaf starfs:                   Sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall:                    100% starfshlutfall.

Starfssvið:                         Starfsmaður hefur yfirumsjón með skipulagi faglegs starfs grunnskólabarna og ungmenna  í Húsi frítímans í samstarfi við frístundastjóra, fræðslustjóra og starfsmenn grunnskólanna. Hann heldur utan um námskeið Sumar-TÍM sem rekin eru yfir sumartímann. Hann er verkefnastjóri Vinateymis sem fer með skipulag og framkvæmd Vinadags leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og er tengiliður teymisins við foreldra barna á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu. Starfsmaður sér um að kynna starfsemi Húss frítímans, t.d. með fréttum og tilkynningum á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Frístundaleiðbeinandi tekur þátt í þverfaglegu starfi með öðrum starfsmönnum fjölskyldusviðs og vinnur  önnur störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan starfssviðs hans.

Hæfniskröfur:                  Viðkomandi þarf að hafa brennandi löngun til að starfa með börnum og unglingum og vera jákvæð fyrirmynd þeirra í lífi og starfi.

Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni.  Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, vera jákvæður og sýna af sér sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og frumkvæði. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur sveitarfélagsins er skilyrði fyrir ráðningu.

Vinnutími:                        Unnið er á vöktum á daginn og á kvöldin.

Launakjör:                       Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur:           Er til og með 26. ágúst 2018.

Nánari upplýsingar:       Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, í síma 660 4639 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið valdi@skagafjordur.is og             Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, í síma 455 6088 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið has@skagafjordur.is.

Umsóknir:                          Umsóknum um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Afrit af prófskírteinum þurfa að fylgja umsóknum. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Hús frítímans er miðstöð tómstundastarfs allra íbúa sveitarfélagsins, óháð aldri. Í Húsi frítímans er starfsemi allan daginn fyrir mismunandi hópa. Auk starfsemi í þágu eldri borgara, ungmenna og grunnskólabarna er húsið opið fyrir hvers konar félags- og menningarstarfsemi íbúa héraðsins.