Laust starf í búsetuþjónustu við Kleifatún
Upphaf starfs: 1. september 2018, um framtíðarstarf er að ræða.
Starfshlutfall: 50% starfshlutfall.
Starfsheiti: Starfsmaður á heimili fyrir fatlaða II
Lýsing á starfinu: Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs. Ásamt því að sinna félagslegum jafnt sem líkamlegum þörfum eftir því sem við á.
Menntunar- og
hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Starfið felur í sér þó nokkra líkamlega áreynslu og þarf því umsækjandi að vera líkamlega hraustur. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
Vinnutími: Unnið er á vöktum allan sólahringinn.
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur: Til og með 23. ágúst. 2018
Nánari upplýsingar: Sigþrúður Jóna Harðardóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi , í síma 455-6000, eða með tölvupósti; sigthrudurh@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skila í gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.