Laust starf leikskólakennara á leikskólanum Ársölum
Laus staða: 1 staða í 100% starfshlutfalli frá 13. ágúst, um framtíðarstarf er að ræða.
Lýsing á starfinu: Starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga, Aðalnámskrá leikskóla, skólastefnu sveitarfélagsins sem og öðrum stefnum sveitarfélagsins sem í gildi eru á hverjum tíma og við eiga. Vinnur að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildastjóra. Fylgist með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins og stuðlar að því að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Menntunarkröfur: Leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari.
Ef ekki berst umsókn frá leikskólakennara sem uppfylla menntunarkröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda.
Hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa faglegan metnað fyrir starfi sínu. Kennarar og starfsfólk leikskólans þurfa að vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við Aðalnámskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum er æskileg. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna Félags leikskólakennara.
Umsóknarfrestur: Er til og með 31. júlí 2018.
Nánari upplýsingar: Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 899 1593 eða með því að senda fyrirspurn á annajona@skagafjordur.is.
Sólveig Arna Ingólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 867 5012 eða með því að senda fyrirspurn á solveigarna@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.
Einkunnarorð leikskólans eru: Vinátta – Virðing – Vellíðan.
Í Ársölum er unnið með SMT-skólafærni, Lífsleikni og Tákn með tali. Ársalir er níu deilda leikskóli rekinn í tveimur húsum sem annars vegar hýsir eldra stig og hins vegar yngra stig. Eldra stig hefur aðsetur við Árkíl og þar eru 2 – 5 ára börn á sex deildum, sem heita; Höfði, Laut, Hlíð, Þúfa, Skógar og Klettur. Yngra stig er staðsett við Víðigrund og þar eru 1-2 ára börn á þremur deildum sem heita; Lón, Lind og Lækur.