Laust starf verkefnastjóra á fjölskyldusviði
Laust starf verkefnastjóra á fjölskyldusviði
Upphaf starfs: 1. september 2020 eða eftir samkomulagi.
Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.
Starfsstöð: Ráðhús.
Lýsing á starfinu: Starfið heyrir beint undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs en viðkomandi mun einnig vinna í nánu samstarfi við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Í starfinu felst mikið samstarf og teymisvinna með öðrum stjórnendum sveitarfélagins.
Helstu verkefni eru: umsjón með gerð fjárhagsáætlunar (ásamt sviðsstjóra), rekstrareftirlit, fjárhagsgreiningar o.fl. Í starfinu felst einnig umsjón með ýmsum samskiptum, umsóknum, samningum, útreikningum og utanumhaldi á verkefnum, sem og önnur verkefni sem honum eru falin af sviðsstjóra.
Menntunarkröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun/reynsla af félagsþjónustu eða fræðslumálum er kostur.
Hæfniskröfur: Leitað er eftir lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi. Krafist er mjög mikillar færni í helstu forritum, sérstaklega excel. Mjög gott talnalæsi, tölvulæsi og hæfni til að tileinka sér vinnslu við nýjan hugbúnað og forrit. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna undir álagi og í teymum. Vera tilbúin(n) til að taka að sér ný og krefjandi verkefni og tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, vera jákvæður og sveigjanlegur ásamt því að sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð sem og frumkvæði. Hreint sakavottorð.
Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur: Er til og með 19. júlí 2020.
Nánari upplýsingar: Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri, 455 6000, has@skagafjördur.is.
Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteini ásamt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.