Laust starf við Eignasjóð
Sveitarfélagið Skagafjörður - starfsmaður við Eignasjóð
Veitu- og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan starfsmann við Eignasjóð. Starfshlutfallið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni
- Viðhald gatna og gangstétta.
- Viðhald og viðgerðir á fasteignum í eigu sveitarfélagsins.
- Viðhald fráveitukerfa.
- Rekstur og viðhald umferðarmerkinga.
- Hreinsun gatna og gangstétta.
- Vetrarþjónusta gatna.
- Samskipti við undirverktaka á vegum sveitarfélagsins.
- Þjónusta við stofnanir sveitarfélagsins.
Ofantalin verkefni eru að hluta til unnin af verktökum undir umsjón og eftirliti Eignasjóðs.
Hæfniskröfur:
- Iðnmenntun kostur.
- Meirapróf og/eða vinnuvélapróf kostur.
- Reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi og viðgerðum skilyrði.
- Reynsla af samskiptum og eftirlitsvinnu með verktökum kostur.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Góðir samskiptahæfileikar og reynsla úr starfi þar sem reyndi á þjónustulund.
- Frumkvæði og drifkraftur
Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2015
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.