Fara í efni

Leiðrétting á frétt í Bændablaðinu

05.09.2013

Í Bændablaðinu sem kom út í morgun voru rangar staðhæfingar um sorpflokkun í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þessar rangfærslur hafa BaendabladidLogoverið leiðréttar á vefsíðu Bændablaðsins.

Í leiðréttingu blaðsins á vefsíðu þess segir:

„Ekki farið rétt með í blaðinu hvað Skagafjörð varðar

Í umfjöllun Bændablaðsins sem kom út í morgun sagði að Sveitarfélagið Skagafjörður væri stærst þeirra sveitarfélaga sem eingöngu byðu upp á einnar tunnu kerfi. Var sú fullyrðing byggð á gögnum sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét blaðinu í té. Nú hefur blaðið fengið upplýsingar frá Sambandinu um að það sé ekki rétt því sveitarfélagið bjóði upp á þriggja tunnu kerfi í þéttbýli en einnar tunnu kerfið eigi aðeins við í dreifbýli. Leiðréttist þetta hér með og eru lesendur, sem og Skagfirðingar beðnir afsökunar á þessu.“