Fara í efni

Leikhópurinn Lotta í Litla skógi

27.06.2017
Mynd: Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta er á ferðalagi um landið og heimsækir Sauðárkrók fimmtudaginn 29. júní. Í ár býður leikhópurinn upp á glænýtt ævintýri um Ljóta andarungann. Inn í söguna blandast fjögur önnur ævintýri. Það eru Öskubuska, Kiðlingarnir sjö, Hérinn og skjaldbakan og Prinsessan á bauninni. Höfundur og leikstjóri er Anna Bergljót Thorarensen.


Leikendur eru:
Andrea Ösp Karlsdóttir - Andarungi, Litli kiðlingur og Góða konan
Helga Ragnarsdóttir - Öskubuska og Úlfurinn
Sigsteinn Sigurbergsson - Andapabbi, Hekla, kiðlingur og Hérinn
Stefán Benedikt Vilhelmsson - Andarunginn, Prins, kiðlingur, Geitapabbi, Skjaldbakan og Ekki svo góði maðurinn
Sumarliði V Snæland Ingimarsson - Ljóti andarunginn og Kóngur
Þórunn Lárusdóttir - Andamamma, Katla og kiðlingur

 

Sýningin verður í Litla skógi og byrjar kl. 18:00. Miðaverð á sýninguna er 2.300 kr og er greitt á staðnum.
Leikhópurinn mælir með því að fólk klæði sig eftir veðri og taki með sér teppi til að sitja á.