Fara í efni

Leikhópurinn Lotta með sýningu í Miðgarði í dag

21.03.2018
Mynd: Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta setur á hverju ári upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum. Núna hefur hópurinn ákveðið að dusta rykið af þessum gömlu sýningum og endurvekja þær, 10 árum síðar og nú innandyra. Við byrjum því á byrjuninni, á Galdrakarlinum í Oz sem er fyrsta verkið sem sérstaklega var skrifað fyrir Lottu. Sýnt verður í menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði, miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 17.30. Miða má nálgast á tix.is eða í gegnum heimasíðu Leikhópsins Lottu.

Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi Kansasstúlkunnar Dórótheu og Tótó, hundinum hennar, til landsins Oz og hvernig hún kynnist heilalausu Fuglahræðunni, hjartalausa Pjáturkarlinum og huglausa Ljóninu og kemst í kast við vondu Vestannornina sem vill ná af Dórótheu silfurskónum sem henni eru gefnir. Spurning er bara hvort Galdrakarlinn ógurlegi í Oz getur hjálpað Dórótheu að komast aftur heim og vinum hennar að fá það sem þá svo sárlega vantar.

Höfundur - Ármann Guðmundsson
Höfundar laga - Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson og Snæbjörn Ragnarsson
Höfundar söngtexta - Anna Bergljót Thorarensen, Ármann Guðmundsson, Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir

Leikstjóri - Ágústa Skúladóttir

Leikendur

Anna Bergljót Thorarensen

Baldur Ragnarsson

Huld Óskarsdóttir

Rósa Ásgeirsdóttir

Sigsteinn Sigurbergsson