Fara í efni

Leikskólakennarar við Leikskólann Birkilund

27.04.2016

Leikskólakennarar óskast til starfa við Leikskólann Birkilund í Varmahlíð frá 8. ágúst 2016.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Vera með leyfisbréf leikskólakennara / réttindi sem leikskólakennari skv. 3. gr. laga nr. 87/2008*. (*Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna).
  • Stundvísi, jákvæðni og áreiðanleiki í starfi.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FL /  við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Steinunni  Arnljótsdóttur, leikskólastjóra, í síma 453-8215 eða með því að senda fyrirspurn á birkilundur@skagafjordur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2016.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins,www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Í Birkilundi er unnið með SMT skólafærni og Stig af stigi, nýtt er kennsluaðferðin Leikur að læra og lögð er áhersla á lestrarhvetjandi umhverfi og málörvun. Birkilundur er í samstarfsverkefni  með Varmahlíðarskóla þar sem áhersla er lögð á félagsleg samskipti.

Leikskólinn Birkilundur hefur tvær starfsstöðvar, Birkilund og Reyniland. Í Birkilundi er rými fyrir 28 börn á aldrinum 2-5 ára en á Reynilandi er rými fyrir 11 börn á aldrinum 1-2 ára.