Fara í efni

Leikskóli í Varmahlíð, frágangur innanhúss - útboð

01.11.2024

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í frágang innanhúss á nýjum leikskóla í Varmahlíð.  Verkið felst í fullnaðarfrágangi að innan á nýrri leikskólabyggingu, sem byggð er við Varmahlíðarskóla í Varmahlíð. Heildarstærð nýrrar viðbyggingar er 555 m2.

Helstu verkþættir og magntölur:

Raflagnir, bruna og öryggiskerfi, lampar og lýsing
Loftræsting 470m2
Lagnakerfi, hiti og neysluvatn
Gólfhiti 472m2
Léttir veggir 387 m2
Gólfílögn 472 m2
Gólfdúkur vinyl 389 m2
Teppaflísar á gólf 58 m2
Flísalögn gólfa 36 m2
Niðurtekin kerfisloft 141 m2
Niðutekin tréullarplötuloft 330 m2
Steinullareinangrun með hljóðdúk í loft 425 m2
Hljóðísogsklæðning á veggjum, tréullarplötur 41 m2
Dúklagning vinyl á veggjum 77 m2
Innihurðir 30 stk.
Innigluggar 2 stk.
Innréttingar 96 lm
Málun og spörtlun steyptra innveggja 496 m2
Málun og spörtlun léttra innveggja 607 m2

Upphaf framkvæmda 1.febrúar 2025.

Húsi skal skilað fullkláruðu til verkkaupa, eigi síðar en 1.september 2025.
Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 4. nóvember 2024.
Bjóðendur skili inn tilboðsblaði og tilboðsskrá ásamt fylgigögnum í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki, fyrir kl. 14:00 þann 29. nóvember 2024.
Opnunardagur tilboða er kl. 14:00 þann 29. nóvember 2024.
Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið johann@vaarkitektar.is