Leikskólinn Ársalir óskar eftir að ráða matráð á yngra stig
Leikskólinn Ársalir óskar eftir að ráða matráð á yngra stig
Upphaf starfs: 19. desember 2016 eða eftir samkomulagi.
Starfshlutfall: 80%, vinnutími frá kl. 09:00 til 15:30. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfsheiti: Matráður II.
Lýsing á starfinu: Í starfinu felst frágangur og uppvask, móttaka á hádegisverði og bakstur á brauði fyrir síðdegishressingu. Matráður ákveður hvað er í boði (matseðil) fyrir síðdegishressingu. Sér um mjólkurpöntun og pöntun á því sem þarf fyrir morgunverð og síðdegishressingu. Sér um þrif í eldhúsi, þvottahúsi og kaffistofu, nema gólfin. Matráður sér einnig um allan þvott á yngra stigi.
Menntunar- og hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjendur séu með reynslu á sviði matreiðslu í mötuneytum eða veitingahúsum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi faglegan metnað og búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum.
Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2016
Nánari upplýsingar: Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 455-6090 / 899-1593 eða annajona@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.