Leikskólinn Tröllaborg auglýsir eftir starfsmanni í eldhús
Leikskólinn Tröllaborg auglýsir eftir starfsmanni í eldhús
Leikskólinn Tröllaborg á Hólum óskar eftir að ráða starfsmann í eldhús. Um 50% tímabundna stöðu er að ræða frá byrjun október 2016 til loka maí 2017 og er vinnutíminn kl. 09:30-14:30 mánudaga til fimmtudags. Starfsheitið er aðstoðarmatráður og sér hann um að aðstoða aðalmatráð við uppvask, hádegisverð og annað sem til fellur í mötuneyti.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Æskilegt er að umsækjendur séu með reynslu á sviði matreiðslu í mötuneytum eða veitingahúsum.
- Faglegur metnaður.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2016
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Árnína Stefánsdóttir, leikskólastjóri, í síma 453-5760 eða brusabaer@skagafjordur.is
Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.