Leikskólinn Tröllaborg í forvarnarverkefni gegn einelti
08.02.2018
Á degi leikskólans 6. febrúar síðastliðinn hófst forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólanum Tröllaborg með skemmtilegri heimsókn þar sem bangsinn Blær kom upp úr kössum bæði á Hofsósi og Hólum. Á kössunum var kort af Íslandi og leikskólinn merktur inn á kortið.
Bangsinn Blær er hluti af vinaverkefni, námsefni sem leikskólinn keypti af Barnaheill og heitir Vinátta og var þróað í Danmörku þar sem það hefur verið notað síðan 2007. Kannanir í leikskólum sem nota efnið sýna að einelti hefur minnkað til muna en verkefnið byggir á að eineltið sé á ábyrgð hinna fullorðnu sem umgangast börnin dagsdaglega og hafa tækifæri og ber skylda til að fyrirbyggja einelti.
Nánar má lesa um skemmtilega komu bangsanna á leikskólann á heimasíðu Tröllaborgar.