Lesið í landið
05.11.2014
Á heimasíðu Byggðasafnsins segir að smáritið, Lesið í landið, sé í prentun. Ritið fjallar um hvernig fólk á faraldsfæti með áhuga á gamla tímanum getur skoðað og skilið mannvistarleifar sem víða finnast í landslaginu. Það eru Guðmundur St. Sigurðarson, Guðný Zoega og Sigríður Sigurðardóttir sem eru höfundar efnis og Menningarráð Norðurlands vestra styrkti útgáfuna.