Lestur er bestur - bókasafnsdagurinn 8. september
07.09.2016
Fimmtudaginn 8. september er alþjóðlegi bókasafnsdagurinn en hann er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og einnig fyrir starfsfólk safna til að gera sér dagamun.
Héraðsbókasafn Skagfirðinga ætlar að halda upp á daginn og verður ýmislegt í boði. Kristín Einarsdóttir blaðamaður verður með fyrirlestur um Guðrúnu frá Lundi kl 17, í boði verður kaffi og meðlæti og gestum stendur til boða að þiggja bók að gjöf.
Dagurinn er sektarlaus og því tilvalið að skila bókum sem hafa gleymst í amstri dagsins.
Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins, allir velkomnir!