Lesum með börnunum
02.11.2016
Í tengslum við árlegan fræðsludag starfsmanna leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar þann 11. nóvember n.k., sem að þessu sinni er helgaður lestri og læsi, er boðað til funda með foreldrum barna í Skagafirði. Fulltrúar úr læsisteymi Menntamálastofnunar mæta á fundina og fjalla um mikilvægi þess að taka virkan þátt í lestrarnámi barna sinna frá unga aldri. Nú er verið að leggja lokahönd á sérstaka læsisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og eru fundir þessir liðir í þeirri vinnu.
Fundirnir með foreldrum verða haldnir fimmtudaginn 10. nóvember sem hér segir:
- Í Varmahlíðarskóla kl. 16:00
- Í Árskóla kl. 18:00
- Í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi kl. 20:00
Foreldrar barna í Skagafirði eru hvattir til að fjölmenna og fræðast og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni.
Allir velkomnir