Fara í efni

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningaverkefni ÍSÍ

16.01.2014

 

Lífshlaupið verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar n.k.

Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:

vinnustaðakeppni frá 5. – 25. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)

grunnskólakeppni frá 5. – 18. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)

einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

Vinnustaðir/skólar er sá vettvangur þar sem hagsmunir vinnustaða og íþróttahreyfingarinnar liggja saman við uppbyggingu almennings- og fyrirtækjaíþrótta, forvörnum og velferð samfélagsins til framtíðar. ÍSÍ vill hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga til þátttöku.

 Nú eru komnir nýjir valmöguleikar við skráningu !

 Nú getur einn aðili séð um að skrá mörg lið til leiks og einnig er hægt er að velja á milli þess að skrá alla starfsmenn í sama liðið eða setja upp liðakeppni innan vinnustaðarins. Vinsamlegast kynnið ykkur þátttökureglur og þá valmöguleika sem skráningarkerfið bíður upp á inn á vefsíðu Lífshlaupsins, lifshlaupid.is. Skráning hefst þriðjudaginn 14. janúar.

Samstarfsaðilar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna Lífshlaupsins eru: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis, Advania, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.