Lína langsokkur á Hólum
31.03.2017
Nemendur Grunnskólans austan Vatna á Hólum og Sólgörðum halda sínar árshátíðir um helgina, Á Hólum í dag föstudaginn 31. mars og á Sólgörðum á morgun 1. apríl.
Hver þekkir ekki Línu Langsokk, þá skemmtilegu stelpu, en nemendur skólans á Hólum setja upp leikrit um Línu og er sýningin kl 20 í grunnskólanum á Hólum. Frítt er inn fyrir leik- og grunnskólanemendur en 2.000 kr fyrir aðra.
Árshátíðin á Sólgörðum er laugardaginn 1. apríl kl 14 og er boðið upp á leikatriði, söng, bingó og kaffihlaðborð.
Árshátíð nemenda skólans á Hofsósi verður 7. apríl.