Ljómarallý í Skagafirði - Lokun sérleiða
Ljómarallý í Skagafirði fer fram á morgun, laugardaginn 27. júlí og verður fyrsti bíll ræstur frá Vélavali í Varmahlíð kl. 08:00. Eknar verða fjórar ferðir um Mælifellsdal og tvær um Vesturdal.
Vegna þessa verður lokun sérleiða fyrir almennri umferð og rétt að ítreka að á meðan lokun sérleiða varir er almenningi óheimilt að aka um leiðina. Skylt er að hlýta fyrirmælum starfsmanna keppninnar og gæta fyllsta öryggis.
Lokun sérleiða fyrir almennri umferð:
Sérleið | Fyrsti bíll | Vegi lokað | Vegur opnaður |
Mælifellsdalur I | 08:30 | 07:45 | 12:45 |
Mælifellsdalur II | 09:40 | 07:45 | 12:45 |
Mælifellsdalur III | 10:50 | 07:45 | 12:45 |
Mælifellsdalur IV | 12:00 | 07:45 | 12:45 |
Vesturdalur I | 13:20 | 12:40 | 14:30 |
Vesturdalur II | 14:05 | 12:40 | 14:30 |
Eins og segir í tilkynningu frá Bílaklúbbi Skagafjarðar þá er góð skemmtun að koma sér fyrir áður en sérleiðir loka, með nesti, jafnvel myndavél og horfa á rallý. Hafið í huga:
- Vera í hæfilegri fjarlægð, ekki of nærri
- Ekki vera utan í beygjum
- Vera á stað sem er hærri en vegurinn, ekki lægri
- Ef börn eru með í för þarf að gæta þeirra vel
- Góða skemmtun
Stjórnstöð keppninnar er í Vélavali í Varmahlíð og verður birting úrslita við Vélaval kl. 17:00. Keppnisstjóri er Benjamín Þór Sverrisson, sími 773 7559.
Nánari upplýsingar um rallýið er að finna á Facebook síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar og hjá keppnisstjóra.