Ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi - Myndasyrpa
Ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn sl. helgi. Nokkuð kalt var í veðri en íbúar létu það ekki á sig fá og vel var mætt. Gönguhljómsveit Tónlistarskóla Skagafjarðar spilaði nokkur lög, undir stjórn Joaquim De la Cuesta Gonzáles, Perurnar úr Ávaxtakörfunni sungu fyrir gesti og fengu til sín jólasveinana og foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða. Að lokum var dansað í kringum jólatréð með jólasveinunum sem gáfu svo börnunum lítinn glaðning.
Jólatréð sem prýðir Kirkjutorgið er Skagfirskt en eins og síðastliðin ár var tréð sótt í Sauðárhlíðina fyrir ofan Sauðárkrók. Ný stjarna er á toppi jólatrésins sem hönnuð var og smíðuð af Hirti Elefsen hjá Vélaverkstæði KS. Börn yngsta stigs Árskóla föndruðu svo litla jólaköngla sem þau hengdu á tréð þegar hin árlega friðarganga skólans fór fram.
Hér má sjá myndasyrpu frá hátíðarhöldunum.