Lokun safna og íþróttamannvirkja í Skagafirði
24.03.2020
Í dag, 24. mars, tók í gildi strangara samkomubann en áður hefur verið þar sem fjöldi þeirra sem saman mega koma fór úr 100 manns niður í 20 manns. Eru þessar aðgerðir almannavarna liður í að takmarka útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Þetta leiðir af sér að söfn og íþróttamannvirki Sveitarfélagsins Skagafjarðar loka tímabundið frá deginum í dag, 24. mars og varir á meðan samkomubanni stendur. Á þessi lokun við um íþróttahús, skíðasvæði og sundlaugar sveitarfélagsins sem og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga og Byggðasafn Skagfirðinga (Glaumbær).
Íbúar eru beðnir huga vel að hreinlæti og virða 2 metra fjarlægðar takmarkanir þar sem við á.
Við erum öll almannavarnir