Lokun þriggja gámastöðva í dreifbýli
27.12.2019
Á 164. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 19. desember síðastliðinn, samþykkti nefndin að gámar undir almennt sorp við Skarðsrétt, Áshildarholt og Varmalæk verði fjarlægðir í byrjun janúar 2020. Þetta er gert vegna lélegrar nýtingar á gámunum og nálægðar við önnur gámasvæði. Íbúum á þessum svæðum er jafnframt bent á gámasvæði á Sauðárkróki, Varmahlíð og Steinsstöðum.