Fara í efni

Losun garðúrgangs - Umgengni við jarðvegstipp

09.10.2024
Aðkoman í jarðvegstippnum á Sauðárkróki. Sóðaskapur sem þessi er ekki í boði á losunarstöðum fyrir garðúrgang.

Af gefnu tilefni er ítrekað að jarðvegstippurinn sunnan við leikskólann Ársali á Sauðárkróki er einungis ætlaður til að losa sig við jarðveg, garðaúrgang og smærri greinar. Steypuúrgangur og stórar greinar eiga að fara í gryfjurnar við Gránumóa og annað sorp á sorpmóttökustöðvar. Ef komið er með garðaúrganginn í plastpokum á að losa úr pokunum og taka þá með sér aftur. Aldrei er í boði að skilja eftir lífrænan úrgang né, eins og nú, sláturúrgang! Það sama á við um alla losunarstaði fyrir garðúrgang í Skagafirði.

Á Sauðárkróki eru tveir losunarstaðir fyrir garðúrgang sem taka á móti mismunandi úrgangi:

Annars vegar jarðvegstippur við Borgargerði (grænn punktur á mynd) og hinsvegar á Gránumóum (rauður punktur á mynd).

Jarðvegstippur við Borgargerði

Þangað fer einungis almennur garðúrgangur:
Smærri trjágreinar
Jarðvegur
Gras/hey

Gránumóar

Þangað fer eftirfarandi úrgangur:
Stærri trjágreinar
Tré
Steypuafgangar
Hellur
Flísar o.þ.h.

Tré, trjágreinar og runnar fara ofan við götuna, múrbrot, steypa, flísar o.þ.h. fara fyrir neðan götuna.

Á Hofsósi er losun garðúrgangs sunnan við Pardus:

Í Varmahlíð er losun garðúrgangs fyrir neðan Förgu:

Á Steinsstöðum er losun garðúrgangs við Héraðsdalsveg austan við Steinsstaði: