Fara í efni

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

11.09.2017
Mynd: SÓG

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í afmælisdagskrá FÍ, en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Ferðafélag Skagfirðinga kynnir lýðheilsugöngur frá Sauðárkróki. Brottför kl. 18 á miðvikudögum í september.

13. september. Gengið að Hegranesvita. Lagt af stað frá gömlu brúnni við vesturósinn.

20. september. Göngum upp með Sauðárgilinu og í gegn um Litlaskóg og hring í Skógarhlíðinni um vegaslóða sem þar er. Brottför frá verknámshúsi FNV.

27. september. Gengið upp að Gönguskarðsárvirkjun. Brottför frá Kirkjutorgi.

 

Allir eru velkomnir. Að minnsta kosti einn fulltrúi frá Ferðafélagi Skagfirðinga mun leiða hópinn.