Mælavæðing í þéttbýliskjörnum
04.05.2015
Árið 2014 hófu Skagafjarðarveitur mælavæðingu í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Verkið hófst á útskiptingu eldri mæla á Hofsósi og Hólum en á þeim stöðum hefur heitt vatn verið selt skv. mæli frá upphafi. Síðustu vikur hefur verið unnið að uppsetningu mæla í Varmahlíð og er það verk langt komið. Á næstu vikum hefst uppsetning mæla á Sauðárkróki, þar sem byrjað verður á Hlíðar- og Túnahverfum. Áætlað er að setja upp um 400 mæla á Sauðárkróki ár hvert og að verkinu verði lokið fyrir árslok 2017.
Nánar má lesa um verkið á heimasíðu Skagafjarðarveitna