Málþingið Torfarfurinn - haldið á vegum Byggðasafns Skagfirðinga
Málþingið Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks verður í Kakalaskála í Skagafirði þann 4. september næstkomandi. Umfjöllunarefnið er varðveisla byggingarhandverks þar sem torfarfurinn verður í fyrirrúmi. Dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan og skráning er hafin.
Málþingið fer fram á milli tveggja námskeiða Fornverkaskólans en þátttakendur námskeiðanna að þessu sinni verða einstaklingar sem Byggðasafninu þótti gullið tækifæri að stefna saman vegna starfa þeirra sem tengjast varðveislu byggingarhandverks, bæði innanlands og utan, m.a. frá Þjóðminjasafni Íslands, Minjastofnun Íslands, Húsverndarstofu og einnig handverksmenn (kennarar og nemendur) frá Institutt for Arkitektur og teknologi í NTNU (Norges Teknisk Naturvitenskapelige Universitet).
Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur á málþingið er ókeypis og það opið öllum áhugasömum. Farið er fram á skráningu, sem fer fram á heimasíðu safnsins fyrir 1. september:
Málþingið er styrkt af Minjastofnun Íslands.