Mamma Mia í Miðgarði á föstudaginn
10.01.2017
Nemendur eldri bekkja Varmahlíðarskóla halda sína árshátíð næstkomandi föstudagskvöld 13. janúar í Menningarhúsinu Miðgarði kl 20. Það er söngleikurinn vinsæli Mamma Mia sem verður settur á svið í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur.
Frumgerð tónlistar og söngtexta er eftir Abbameðlimina Benny Andersson og Björn Ulvaeus og er aðeins þessi eina sýning. Miðaverð er 2.500 kr fyrir fullorðna og 1.000 kr fyrir grunnskólabörn utan Varmahlíðarskóla og eru veitingar að lokinni sýningu innifaldar í verðinu.
Eftir sýninguna er ball í Miðgarði fyrir krakka úr 7.-10. bekk og sér Hljómsveit kvöldsins um fjörið og eru sætaferðir með frístundastrætó.