Fara í efni

Mánudagsdagskrá í Sæluviku

27.04.2015

Ýmsilegt er um að vera í dag á mánudegi Sæluviku sem sett var í gær. Notendur Iðju-Hæfingar eru með sölusýningu á verkum sínum í Landsbankanum og bókamarkaður er í Galleríi Lafleur með um 50 bókatitla og heitt á könnunni. Það verður opið í Maddömukoti og eitthvað um að vera í Húsi frítímans. Myndlistasýningin Litbrigði samfélags í Gúttó verður opin milli kl 16 og 19  og 15% afsláttur er af kertum í nýju versluninni Lottu K á Aðalgötunni í tilefni Sæluviku. Króksbíó sýnir spennu-og gamanmyndina Mall Cop 2 og er myndin bönnuð innan 7 ára. Tónlistarskóli Skagafjarðar, sem fagnar hálfrar aldar söngkennsluafmæli þetta árið, verður með vortónleika á Sauðárkróki kl 17 og kósi kaffihúsakvöld verður í Sauðárkróksbakaríi. Hið árlega kirkjukvöld Sauðárkrókskirkju hefst kl 20 en kórinn syngur undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar og einsöngvari er Sigvaldi Helgi Gunnarsson. Ræðumaður þetta árið er Guðný Káradóttir forstöðumaður Íslandsstofu.