Margvísleg verkefni hjá Byggðasafninu 2014
19.01.2015
Á heimasíðu Byggðasafnsins er stiklað á stóru um starfsemi síðasta árs. Þrettán manns störfuðu við safnið í fyrra og á þriðja tug einstaklinga til viðbótar tóku þátt í verkefnum á vegum þess eða tengdum því. Verkefni ársins 2014 voru margvísleg og gestir safnsins hafa aldrei verið fleiri eða ríflega 40 þúsund. Safnið hlaut viðurkenningu ráðherra menningarmála samkvæmt tillögu Safnaráðs snemma árs en viðurkenningin er forsenda þess að hægt sé að sækja um rekstrar- og verkefnastyrki til Safnasjóðs.