Fara í efni

Matarkistan Skagafjörður - endurbættur vefur

08.10.2014

Matarkistan Skagafjörður er verkefni sem hófst fyrir nokkrum árum og gengur út á samvinnu ýmissa aðila í héraðinu að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri. Þeir veitingastaðir sem eru þátttakendur í verkefninu leitast eftir að elda úr skagfirsku hráefni og er maturinn þá ýmist framleiddur eða unnin í Skagafirði og framreiddur að skagfirskum sið. Lógó Matarkistunnar vísar í Drangey sem fyrr á tímum var  kölluð matarkista Skagfirðinga og er því ætlað að vekja athygli á að maturinn á uppruna sinn hér í héraðinu. 

Matarkistan Skagafjörður