Matráður óskast til starfa við leikskólann Birkilund
Matráður óskast til starfa við leikskólann Birkilund.
Upphaf starfs: 14. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi.
Starfsheiti: Matráður 2.
Starfshlutfall: 60%
Lýsing á starfinu: Starf matráðar felst í því að taka á móti hádegismat frá Varmahlíðarskóla og framreiða hann og sjá um uppvask og frágang í eldhúsi. Þá daga sem ekki er eldað í Varmahlíðarskóla getur verið að matráður þurfi að matreiða hádegismat. Matráður ber einnig ábyrgð á morgun- og síðdegishressingu og að það sé tiltækt sem þarf að nota við þær máltíðir. Matráður ber ábyrgð á innkaupum á matvælum, að unnið sé sem mest úr hráefnum, sérfæði einstaklinga sem þess þurfa, flokkun úrgangs og að reglum um hreinlæti og hollustuhætti sé framfylgt í hvívetna. Matráður sér um almennan bakstur og veitingar fyrir fundi, viðtöl eða aðrar uppákomur í samráði við starfsfólk, að drykkir, (kaffi, te og vatn) sé fyrir starfsfólk í kaffitímum og að kaffistofan sé snyrtileg. Matráður sér um þvott leikskólans og sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.
Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2017
Nánari upplýsingar: Steinunn Arnljótsdóttir leikskólastjóri í síma 8469014 eða netfanginu birkilundur@skagafjordur.is
Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Í Birkilundi er unnið með SMT skólafærni og Stig af stigi. Birkilundur er í samstarfsverkefni með Varmahlíðarskóla þar sem áhersla er lögð á félagsleg samskipti.
Leikskólinn Birkilundur er starfræktur í tveimur húsum. í Birkilundi eru þrjár deildir með 39 börn á aldrinum 1-6 ára.