Upplýsingasíður um loftmengun frá Holuhrauni
Brennisteinsdíoxíð er ertandi lofttegund vegna þess að það myndast brennisteinssýra þegar efnið kemst í snertingu við vatn eins og t.d. á slímhimnum. Því er áríðandi fyrir almenning að fylgjast vel með t.d. með því að fara á vefsíður opinberra aðila þó ekki séu mælingar á loftmengun á öllum þéttbýlissvæðum. Mælt er með því að halda sig innandyra, loka öllum gluggum og hækka hitastigið innanhúss ef mikil loftmengun er á svæðinu.
Nokkur góð ráð til að nálgast upplýsingar til að kanna hvort ástæða sé til varúðarráðstafana.
Byrja daginn á að fara á vefsíðu Veðurstofunnar um dreifingu loftmengunar, ef rennt er niður síðuna og smellt á - nýjustu keyrslu- má fá mat á dreifingu loftmengunar u.þ.b. sólarhring fram í tímann.
Fara á vefsíðu Umhverfisstofnunar og velja loftgæðamælistöð næst viðkomandi stað.
Ef loftmengun verður óviðunandi á tilteknu svæði má búast við að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, landlæknisembættið og fleiri opinberir aðilar gefi út viðvaranir.
Fleiri síður eru einnig með gagnlegar upplýsingar