Menningarráð Norðurlands vestra - aukaúthlutun 2013
Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis við SSNV.
Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Til úthlutunar eru að hámarki um 5 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2013.
Umsækjendur skulu að öllu jöfnu vera einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra.Menningarráð hefur ákveðið að þau menningarverkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
- Verkefni með börnum og unglingum á öllu Norðurlandi vestra
- Verkefni sem tengja ungt listafólk frá Norðurlandi vestra við heimabyggð
- Verkefni sem leiða til samstarfs við aðra landshluta eða önnur lönd
Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast hérna á heimasíðunni www.ssnv.is
Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 16. september 2013. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag.
Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is.