Fara í efni

Menntabúðir í Grunnskólanum austan Vatna

13.02.2020
Frá menntabúðunum í GAV

Menntabúðir voru haldnar í Grunnskólanum austan Vatna þriðjudaginn 10. febrúar sl. fyrir starfsfólk leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Skipuleggjendur viðburðarins að þessu sinni voru kennarar í Grunnskólanum austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg. Í skólum í Skagafirði er starfandi samstarfsteymi um menntabúðir sem skipað er fulltrúum frá hverjum skóla. Þetta er í annað sinn sem hópurinn stendur fyrir menntabúðum af þessu tagi, í nóvember sl. voru menntabúðir haldnar í Árskóla og ráðgert er að halda þriðju menntabúðirnar í Varmahlíðarskóla í mars næstkomandi.

Menntabúðir er vettvangur þar sem starfsfólk skóla hittist og deilir góðu verklagi sín á milli um nám, kennsluhætti og allt er viðkemur skólastarfi. Að þessu sinni var boðið upp á  átta fjölbreyttar málstofur og gat hver þátttakandi valið að taka þátt í tveimur þeirra. Menntabúðirnar bera vitni um að starfsfólk skólanna í Skagafirði eru sannarlega virkir þátttakendur í kröftugu lærdómssamfélagi. Samstarfsteymið um menntabúðirnar á miklar þakkir skyldar fyrir frumkvæðið.

Hér má sjá dagskrá menntabúðanna.