Fara í efni

Mikið um að vera í Sæluvikunni

02.05.2014

Myndlistasýningar eru opnar alla helgina í Sauðárkróksbakaríi, Gúttó, Landsbankanum og Farskólanum.  Sögnskemmtunin, Þú sem eldinn átt í hjarta, verður í Sauðárkrókskirkju í kvöld ásamt leiksýningu í Bifröst og trúbbakvöldi á Kaffi-Krók. Á laugardaginn 3. maí verður m.a. opið í Maddömukoti, sæluvikuveisla á Hótel Varmahlíð, tónleikar Karlakórsins Heimis í Miðgarði og ball á Mælifelli með hljómsveitinni Pöpum.  Sunnudaginn 4. maí lýkur Sæluvikunni en þá er m.a. opinn dagur hjá Byggðasafninu í Glaumbæ, Fiskisæla í Ljósheimum, bíó í Bifröst og leiksýning.

Það þarf engin að láta sér leiðast í Sæluvikunni