Mikið um að vera um helgina
Nú þegar desember er byrjaður er eitthvað skemmtilegt um að vera á hverjum degi. Í leikskólanum Ársölum verða krakkarnir á eldra stigi með heimatilbúið jólakakóhús á Völlum í dag og í Húsi frítímans er kökukeppni 8.-10. bekkja kl 20-22. Á laugardaginn er markaður í húsi Rauða krossins á Króknum og í félagsheimilinu Árgarði. Það eru aðventusamkomur í Barðskirkju og Skagaseli og maddömurnar verða með opið og einnig félagar í Alþýðulist í Galleríinu í Varmahlíð. Fyrirtæki og verslanir verða með opið og mikið um kynningar og huggulegheit.
Á sunnudaginn eru aðventuhátíðir á Löngumýri, Hofsósi, Hólum, Króknum og Rípurkirkju. Opið í Áskaffi í Glaumbæ þar sem hangikjöt er á boðstólum í hádeginu og opin sýningin á efri hæð hússins. Það ættu því flestir að finna eitthvað við sitt hæfi um helgina.