Fara í efni

Mikil veikindi í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki – klárum þetta saman

02.03.2022
Leikskólinn Ársalir

Mikil veikindi í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki – klárum þetta saman.

Biðlað til foreldra um að halda börnum sínum heima ef þeir mögulega geta.

Eins og kunnugt er er talið að veikindi vegna Covid-19 nái hámarki á næstu tveimur vikum. Á Sauðárkróki eru mikil veikindi og fjölmargir starfsmenn fyrirtækja og stofnana heima vegna þeirra. Leikskólinn Ársalir er engin undantekning þar á. Ítrekað hefur þurft að grípa til þess að senda börn heim vegna starfsmannaeklu og loka deildum. Sveitarfélagið Skagafjörður vill forðast í lengstu lög að loka leikskólanum alveg vegna veikinda. Því biðlar sveitarfélagið nú til þeirra foreldra sem mögulega geta að þeir haldi börnum sínum heima fram að helgi. Vonast er til að ástandið verði orðið betra eftir helgi en engu að síður er ekki útilokað að áfram þurfi að grípa til einhverra ráðstafana þar til faraldurinn gengur niður.

Tökum vel utan um leikskólann okkar og hjálpumst að við að klára þetta.

Með fyrirfram þökkum.