Fara í efni

Mikilvægt að huga að brunavörnum í desember

08.12.2016
Jólatréð við Kirkjutorg á Króknum

Nú líður að jólum, hátíð ljóss og friðar, og flestir setja upp falleg jólaljós til að lýsa upp svartasta skammdegið og kveikja á kertum til að njóta birtunnar. Brunavarnir Skagafjarðar vekja athygli á því að mikilvægt er að gefa sér tíma í aðdraganda jólanna og athuga hvernig eldvörnum er háttað á heimilinu.

Það er fastur liður á mörgum heimilum að fara yfir öryggismálin í jólaundirbúninginum og þá þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga.

Eru reykskynjarar til staðar og rafhlöður í lagi?

Er slökkvitæki á heimilinu, þarf að yfirfara það?

Er eldvarnateppi í eldhúsinu?

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að ekki sé kveikt á kertum þegar húsið er yfirgefið og þegar farið er að sofa að kveldi.

Brunavarnir Skagafjarðar óska íbúum gleðilegra og slysalausra jóla.