Fara í efni

Mjallhvít sýnd í Bifröst

09.03.2016
Mjallhvít og dvergarnir sjö

Nú er komið að hinni árlegu leiksýningu 10. bekkjar Árskóla í Bifröst og að þessu sinni varð hið sígilda leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö fyrir valinu. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson en höfundur verksins er Margarete Kaiser.

Allir þekkja söguna um Mjallhvíti sem er ofsótt af drottningunni, stjúpmóður sinni, sem verður til þess að hún leitar skjóls í skóginum hjá dvergunum sjö, borðar eitrað epli og hittir glæsilegan prins.

Frumsýningin er í dag 9. mars kl 17 og önnur sýning kl 20. Á morgun fimmtudag og á föstudaginn eru sýningar kl 17 og um helgina, laugardag og sunnudag, eru sýningar kl 14 og 17.

Miðaverð fyrir 5 ára og yngri er 500 kr, fyrir grunnskólanemendur 1.000 kr og fullorðna 2.000 kr. Miðapantanir eru í síma 453 5216  og ekki er tekið við greiðslukortum.

10. bekkingar bjóða alla velkomna í Bifröst að sjá þetta sígilda flotta leikrit.