Myndasyrpa frá tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi
28.11.2022
Ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn sl. laugardag. Vel var mætt á viðburðinn sem sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.
Einar E. Einarsson formaður byggðarráðs flutti hátíðarávarp, nemendur í 2. bekk Varmahlíðarskóla tendruðu ljósin á jólatrénu og Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans sungu. Stjórnendur kórsins voru Joaquin de la Cuesta, Elena Zharinova og Kristín Halla Bergsdóttir, og Rögnvaldur Valbergsson sá um undirspil. Þar á eftir steig Leikfélag Sauðárkróks á svið og skemmti gestum og auðvitað kíktu jólasveinarnir til byggða með smá glaðning. Að lokum var dansað í kringum jólatréð með jólasveinunum og Grýlu og Leppalúða.
Hér má sjá myndir frá helginni: