Fara í efni

Myndband frá Leikskólanum Ársölum í tilefni af Degi leikskólans

05.02.2021
Árskólabörn.
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og er fagnað á leikskólum landsins í dag, 5. febrúar, þar sem 6. febrúar lendir á laugardegi þetta árið. Er þetta í 14. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti.
 
Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu íslenska leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrst samtök sín.
 
Leikskólinn Ársalir heldur gjarnan upp á daginn með því að fara í Skagfirðingabúð og börnin hafa sungið fyrir foreldra og aðra gesti. Einnig hefur foreldrum stundum verið boðið að koma í leikskólann og fagna deginum börnunum. Að þessu sinni lagði starfsfólk og nemendur á sig heilmikla vinnu við að útbúa myndband með myndum og söng barnanna.
 
Bestu þakkir til starfsfólks og nemenda Ársala, þetta lífgar svo sannarlega upp á daginn. Til hamingju með daginn!