Myndband til kynningar á nýjum verkefnavef fyrir aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040
Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Markmið með gerð verkefnavefsins er að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Myndbandið hér fyrir neðan útskýrir vel hvernig verkefnavefurinn er uppsettur.
Drög að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar fela í sér stefnumótun um framtíðarnotkun lands og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Meðal helstu breytinga sem kynntar verða eru ný íbúðarbyggð á Nöfunum, valkostir um nýja aðkomu að Sauðárkróki, lega Blöndulínu 3, ný atvinnusvæði, skógrækt, valkostir um tjaldsvæði á Sauðárkróki, stígakerfi milli þéttbýlisstaða og umhverfisáhrif skipulagstillögu.
Á kynningartíma vinnslutillögu er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Ábendingum og athugasemdum skal komið á framfæri á skipulagsgátt Skipulgasstofnunar.
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Miðgarði þann 2. apríl, kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í skipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Hér má sjá kynningarmyndband fyrir verkefnavefinn:
Verkefnavefur (vefsíða) til kynningar á vinnslutillögunni, sjá hér Heimasíða vinnslutillögu
Ábendingar og athugasemdir við drögin skal senda á Skipulagsgáttina Mál 613/2024 í Skipulagsgátt