Náms- og starfsráðgjafi við grunnskólana í Skagafirði
Upphaf starfs: 1. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.
Starfshlutfall: 100%
Starfssvið: Náms- og starfsráðgjafi vinnur skv. starfslýsingu náms- og starfsráðgjafa við grunnskólana þrjá í Skagafirði, Árskóla, Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna.
Menntunarkröfur: Hafa lokið háskólanámi í náms- og starfsráðgjöf og hafa starfsleyfi sem náms- og starfsráðgjafi. Gerð er krafa um bílpróf.
Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni. Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, vera jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð sem og frumkvæði. Sérfræðingar fjölskyldusviðs starfa mikið saman í teymum þvert á fagstoðir og stofnanir og viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að starfa með öðrum á lausnamiðaðan hátt.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur: Er til og með 27. maí 2018.
Nánari upplýsingar: Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, í síma 455 6088 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið has@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteinum þurfa að fylgja umsókn.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsinswww.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.