Fara í efni

Námskeið um þátttöku í sveitarstjórn

28.02.2018
Sveitarfélagið Skagafjörður og ráðgjafafyrirtækið Ráðrík

Ertu að grínast í mér?

Nei, okkur er full alvara!   Við viljum að þú takir þátt!

 

Ef þig langar til að hafa áhrif á þitt nánasta umhverfi þá mætir þú á námskeið um þátttöku í sveitarstjórn sem haldið verður seinnipartinn á fimmtudag,  8. mars kl. 17:30 í sal sveitarstjórnar að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki (sami inngangur og í Hús frítímans).

Dagskrá:

Kl. 17:30 Velkomin á námskeiðið - Ráðrík ehf.

Kl. 17:40 Hópefli – Kristín Ágústa Ólafsdóttir

Kl. 18:00 Sveitarstjórn,  mín leið til að hafa áhrif?  - Ráðrík ehf.

Kl. 19:00 Léttur kvöldverður á staðnum

Kl. 19:20  ,,Ég þori ekki að standa upp og tala!“  - Kristín Ágústa Ólafsdóttir

Kl. 20:00  Meira um sveitarfélög – til hvers eru fundir? - Ráðrík ehf.

Kl. 21:00  Og hvað gerir maður svo?  

Kl. 22:00  Lokaorð Ráðrík ehf.

Kl. 22:10  Námskeiði lýkur

 

FRÍTT ! Athugið námskeiðið og léttur kvöldverður er í boði Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Allir hvattir til að mæta, mjög gagnlegt námskeið fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu af störfum sveitarfélaga.

Áhugasamir eru beðnir að senda skráningu á netfangið  bryndisl@skagafjordur.is eða í síma 455-6000.